Um Verkfæralagerinn
Verkfæralagerinn er 30 ára gamalt fyrirtæki sem býður upp á mikið úrval af allskyns vörum.
Verslunin opnaði árið 1994 í Skeifunni og var þar til ársins 2008 þegar það var flutt verslunina á Smáratorg. Þegar reksturinn hófst var aðal áherslan lögð á gott framboð á ódýrum verkfærum en síðan þá hefur vöruúrvalið breikkað mikið og í dag er í boði hvers kyns rafmagnsverkfæri, handverkfæri, bílavörur, myndlistavörur og árstíðabundnar vörur í öllum verðflokkum.
Í þessari netverslun er aðeins brot af því vöruúrvali sem Verkfæralagerinn bíður uppá.
Í verslun okkar á Smáratorgi 1 er ótrúlegt vöruúrval og hvetjum við alla til að kíkja í heimsókn til okkar því það er upplifun að sjá allar þessar fjölbreyttu vörur á sama stað.
Verkfæralagerinn er með yfir 20.000 vörunúmer. Við hvetjum þig til að senda okkur ábendingu á listverslun@verkfaeralagerinn.is með þeim vörum sem þér finnst vanta inn á heimasíðuna okkar því inn á þessari síðu er aðeins lítill hluti af því úrvali sem við höfum uppá að bjóða.