Undri penslasápa 0,5 líter
Penslasápa er ætluð til að þvo olíumálningu úr penslum og öðrum málningaráhöldum. Sápan vinnur vel á olíu, fitu og tjöru og vinnur þar af leiðandi vel á óþornuðu límkítti svo sem Soudaflex, Sikaflex o.fl. teg. svo eitthvað sé nefnt. Einnig er vitað til að Undri penslasápa hefur verið notuð til þvotta á ullarfatnaði, gólfteppum og fatnaði sem hefur fengið í sig olíumálningu, tyggigúmmí, kertavax, og harpix (notað í handbolta) o.fl. Við þvott á málningaráhöldum, svo sem penslum er pensilinn gegnvættur í efninu þannig að hann mettist allur og sápan látin vinna svo litla stund. Síðan er hann skolaður vel, helst undir rennandi vatni..
UNDRI penslasápa - helstu kostir
- Auðveldara og fljótlegra að þrífa málningu úr penslum.
- Það þarf ekki að margskola pensilinn undir vatni.
- Gufar ekki upp og þar af leiðandi:
- Nýtist 5-10 sinnum lengur.
- Ódýrari, því það má margnota sama löginn.
- Notendur anda ekki að sér eiturefnum.
- Hárin á penslunum ýfast ekki þó hann sé margþveginn með efninu.
- Bjargar hörðnuðum olíumálningarpenslum.
- Já, það er satt, ef harðnaður pensill er látinn liggja í leginum 24 klst.
verður pensillinn nothæfur og mjúkur aftur. - Umhverfisvænn:
- Því til staðfestingar ber penslasápan norræna umhverfismerkið.
- UNDRI brotnar hratt niður í náttúrunni.
Undri er vistvænn
- UNDRI inniheldur ekki komplexbindandi efni sem geta verið skaðleg fyrir náttúruna.
- UNDRI er auðniðurbrjótanlegur í náttúrunni og stenst lífniðurbrotsmælingu 301 B (OECD).
- UNDRI er örþeyta sem inniheldur sojaprópýlester (unnin úr sojabaunum) blandað ethoxýlatsápu og og vatni.
Leiðbeiningar
UNDRI penslasápa er ætluð til þrifa á olíumálningu úr penslum og öðrum málningaráhöldum. Fjarlægir einnig óþornað kýtti. Notið efnið óblandað.
- Hellið hæfilegu magni í ílát til að gegnvæta pensilinn.
- Núið penslinum í sápunni.
- Skolið með vatni.
- Ef penslill hefur harðnað, látið þá liggja í leginum í 1-2 daga og skolið.
Innihaldslýsing
Sojaprópýonat, vatn, alkóhóletoxýlat og própanól.